Ajax, Fréttir

Nýtt frá AJAX – Snertiskjár

Nýtt frá AJAX - Snertiskjár.

Snertiskjárinn er til notkunar innandyra og virkar sem stjórnborð og lesari.

Þú getur virkjað og afvirkjað kerfið með PIN númeri, aðgangskorti eða með símanum þínum. 

Hægt er að fylgjast með kerfinu á skjánum, til dæmis sjá stöðu á skynjurum, setja sérstakt rými á vörð og búa til reglu fyrir ákveðna skynjara. 

Þegar tilkynningar berast frá skynjurum, lætur skjárinn vita með hljóðmerki og sýnir hvaðan tilkynningin kemur.

Þú getur sent út 3 mismunandi neyðarboð frá skjánum, fyrir eld, sjúkraflutning og svo er neyðarhnappurinn á sínum stað. 

Það er auðvelt að bæta snertiskjánum við kerfið þitt, þú einfaldlega skannar QR kóðann á honum og þá tengist hann við þína stjórnstöð (Hub). 

AJAX snertiskjárinn er einfaldur í uppsetningu, getur virkað þráðlaus en tenging er til staðar fyrir rafmagn og þá virka rafhlöðurnar sem varaafl ef rafmagnsleysi verður.

Stílhrein og skilvirk hönnun frá AJAX sem hægt er að koma fyrir hvar sem er.