Fréttir, Ajax

Nýtt frá AJAX – Loftgæðanemi

Spennandi nýjung frá AJAX sem nemur loftgæði hvar og hvenær sem er í rauntíma.

Það hefur verið sannað að mikið magn koltvísýrings (CO2) veldur sinnuleysi, sljóleika og dregur úr getu til að taka mikilvægar ákvarðanir um meira en helming.

Þessi nýjung frá AJAX getur komið sér einstaklega vel fyrir fólk með ofnæmi, astma eða eru viðkvæm í öndunarfærum. Loftgæðaneminn mælir koltvísýring (CO2), hita- og rakastig í rauntíma og gefur LED ljós á honum til kynna hvort loftgæðin séu góð eða slæm. Einnig er send tilkynning beint til notenda og alltaf hægt að fylgjast með loftgæðum í snjalltækinu.

Loftgæðanemi getur gjörbreytt aðstæðum á vinnustöðum eins og skólum og leikskólum þar sem loftgæði geta haft mikil áhrif á heilsu barna og starfsfólks, þar sem langir dagar í slæmum loftgæðum geta verið heilsuspillandi.
Það sama á við um aðra vinnustaði eins og við iðnað, framleiðslu, í verslunum eða á skrifstofunni.

Loftgæðaneminn getur verið á vegg, í lofti eða bara á borði. Það er líka hægt að ferðast með loftgæðanemann þar sem hann er þráðlaus. Allar mælingar eru geymdar í allt að 72 klst án þess að neminn sé tengdur við stjórnstöð AJAX. Svo þegar farið er á hótel, í sumarbústað, í vinnuna eða bara í bílinn þá er alltaf hægt að fylgjast með loftgæðum í rauntíma.

Loftgæðaneminn er nú fáanlegur í netverslun okkar og hægt er að bæta honum, á einfaldan hátt, við öryggiskerfi heimilisins eða fyrirtækisins.