Öryggislausnir fyrir landbúnaðinn

Hjá Nortek færð þú heildstæðar öryggistæknilausnir fyrir býlið

smartloop

Brunaviðvörun og neyðarmerkingar

Hjá Nortek færð þú vönduð brunaviðvörunarkerfi sérsniðin að þörfum bænda.
Hjá Nortek nýtum við áralanga reynslu sérfræðinga til að mæta þínum þörfum.

Merkingar neyðarútganga og aðrar neyðarlýsingar eru ekki síður mikilvægar, ef eldur kemur upp. Hjá Nortek færð þú bæði upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar

Slökkvikerfi

Í fjárhúsum og fjósum er gjarnan mikið um dýran búnað og dýrmætan búfénað, ásamt eldfimu efni eins og heyi. Þar getur snerpa slökkvikerfa haft gríðarleg áhrif á afdrif búsins. Þess vegna býður Nortek upp á slökkvikerfi sem slökkva eld og glæður, áður en eldsins verður vart.

dlp_fire
default

Myndavélakerfi

Myndavélakerfi á sveitabýli verða sífellt algengari, með tækniframþróun og breyttu umhverfi bænda. Hvort sem þú vilt myndavélakerfi til að vakta vélar, búfénað, eða landið sérsníðir Nortek kerfi fyrir þig.
Öryggisráðgjafar okkar sjá til þess að þú fáir kerfi sem uppfyllir þínar þarfir, en ganga úr skugga um að laga megi kerfið að breyttum þörfum þegar fram líða stundir.

Innbrotakerfi

Nortek býður bæði upp á víruð og þráðlaus innbrotakerfi fyrir sveitabæi. Snjallvæðingu fjósa má fylgja eftir með snjallvæðingu öryggiskerfisins, svo þú hafir góða yfirsýn, án óþarfa útgjalda.
Öryggisráðgjafar Nortek sjá til þess að þú fáir öryggiskerfi sem hentar þínu býli.

innbrotakerfi02
csm_mcs25-blauw-05_f496ba3f40-e1477326182386

Hlið og bómur

Á stórum sveitabæjum getur skapast þörf á hliðum og bómum, svo tryggja megi öryggi dýra og annarra ábúenda. 
Nortek býður persónulega þjónustu, svo tryggja megi öryggi þitt og þinna.

Reyklosun

Öflugt reyklosunarkerfi er mikilvægur liður í skaðaminnkun á býli, ef upp kemur eldur. Gjarnan er dýr búnaður og dýrmætt búfé á sveitabæjum, og getur öflugt reyklosunarkerfi dregið gríðarlega úr skaða ef eldur verður laus.
Brunavarnasérfræðingar Nortek setja saman heildstæða lausn fyrir þig, til að tryggja öryggi þitt.